Winter Claw MX

Winter Claw MX dekkið er nýtt útspil frá dekkjaframleiðandanum Interstate. MX dekkið er með nýja gúmmíblöndu sem byggir á blöndunartækni sem tæknimenn Interstate hafa unnið að undanfarin ár. Þarna er um að ræða gúmmíblöndu sem veitir einstakt grip í snjó, slyddu og slabbi og á ís.

Winter Claw MX er mjög gott vetrardekk með góða aksturseiginleika á ís, í snjó, hálku og krapa en breiðar vatnslosunarrásir tryggja góða og örugga vatnslosun undan dekkinu. Winter Claw MX er borað fyrir nagla og nákvæm naglaröðunin eykur grip til muna á ísilögðum vegum. Winter Claw MX er í alla staði öruggt og gott vetrardekk með gríðarlegum fjölda flipa sem tryggja frábært grip á hálum vetrarvegum. Frábær kaup í öruggu vetrardekki með eða án nagla.